27.8.2008 | 12:26
Slæmur félagsskapur....
Góðan dag
Síðastliðinn sunnudag ákvað ég að hafa bjórlausa viku hjá mér hér í Danaveldi. Fyrir þá sem ekki skilja það snýst það um að....nei kommon. Í dag er miðvikudagur og er vikan enn bjórlaus, en þó með naumindum. Ég fór í gær á fótboltaæfingu hjá Ísborg sem er Íslendingafélag hér á svæðinu. Það var mikið fjör og mikil átök fyrir mann eins og mig. Ég er allur hálf skakkur og haltur í dag eins og við mátti búast. Þegar við höfðum spilað í c.a. klukkustund var tekin langþráð pása og sóttist ég glaður eftir vatnsflöskunni minni. Á meðan ég teigaði vatnið lögðust aðrir í grasið og fengu sér einn grænan og reykju. Eftir það var tekin smá sprettur í viðbót og æfingunni svo slúttað, þá var annar grænn. Þar sem ég var að mæta í fyrsta skiptið var ég nú ekki alveg með á nótunum í þessari nestisvenju og hangir því bjórlausa vikan inni með naumindum. Æfingarnar eru þrisvar sinnum í viku og tel ég því afar ólíklegt að bjórlaus vika sé í uppsiglingu ef maður stundar æfingarnar..... úff þessar íþróttir. Þess skal getið að aðrir lögdrekkandi heimilismenn hafa löngu brotið reglur bjórlausuvikunnar....ha!
Annars er bara málið núna að læra og læra. Birgitta fór í gær í kynningarvikuna í skólanum og tók þátt í allskonar leikjum og dóti. Síðan byrjar námið hjá henni af krafti á mánudag. Kristófer er á fullu í skólanum og er svo úti að leika sér alla daga langt fram á kvöld. Hann rétt sést hér á matar og háttatímum.
Fyrir þá sem hafa áhuga á kontakta okkur hér geta sent mail á palmiolafur@gmail.com og fengið upplýsingar um okkur hér. Við erum með voða sniðugan síma þar sem símatalið kostar jafn mikið og innanlands símtal á Íslandi. Vá!
Baráttukveðjur úr bjórlausuvikunni
Pálmi Ólafur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjórlaus vika - SKÁL
Páll Jóhannesson, 27.8.2008 kl. 21:28
Gangi þér vel með bjórlausu vikuna
Sendi kveðju á línuna 
Dagbjört Pálsdóttir, 28.8.2008 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.