11.9.2008 | 19:05
Danski kúrinn....
Sælar
Fjör fjör og aftur fjör! Kristófer er kom í gær heim úr skólaferðalaginu. Hann var mjög kátur með það og var mikið fjör hjá þeim í sveitinni. Birgitta meikaði ekki að vera ein eftir með mér meðan Kristófer fór í ferðalagið og fór í tjellingaferð á kaffihús og bíó á mánudaginn með fleiri tjellum héðan úr götunni. Annars er mikið í gangi hér og mikið skemmtilegt framundan. Á morgun erum við að fara á skemmtun frá 17 - 21 í heilsdagsskólanum hjá Kristófer. Þar verður grillað og leikið sér í allskyns tækjum og auðvita verður léttvín og bjór fáanlegt á vægu verði, en ekki hvað. Á laugardagsmorguninn er svo von á Þíódore, en hann er á fundi í Svíþjóð á föstudag og ætlar að kíkja við hjá okkur eina nótt. Það verður nú síður en svo leiðinlegt.
Ég var að koma af fótbolta æfingu sjitturinn hvað það er gaman. Mikil spenna er að byggjast upp hjá strákunum í boltanum fyrir Klakanum sem er um helgina. Klakinn er knattspyrnumót íslenskra karlmanna búsettum á Norðurlöndum eins og stendur í lögum mótsins. Þetta er víst mikið fjör og er nokkuð ljóst að ég mæti næsta ár fyrst ég kemst ekki nú.
p.s. þakka öllum þeim fjölmörgu sem eru svona duglegir að kommenta!
p.s.2 held að Kristófer sé orðinn mikið betri í dönsku heldur en hann sýnir okkur. Bíðum spennt eftir opinberun á því svo hann geti farið að kenna okkur
Med venlig hilsen
Pjé
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið munið bara að fara vel yfir borðsiðina með Þíó ef þið ætlið e-ð með hann út :) Ekkert að þakka.
Siffa (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:07
Greinilega mikið fjör & gaman þarna úti
Vildi samt að þið gætum verið hérna hjá okkur á klakanum norðan heiða á laugardaginn þegar að kallinn fagnar 30 árunum sínum en við hugsum hlýtt til ykkar & ég skal bara setja tertusneiðar í frystinn handa ykkur 
Leiðinlegt að þú kemst ekki með á mótið núna
Eigið góða helgi elskurnar & knús & kossar á línuna 
Dagbjört Pálsdóttir, 11.9.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.