15.9.2008 | 14:22
Spurning um að slá´ann bar með horse tailinu...
Hæ hó
Mánudagur og kannski jafnvel svartur mánudagur! Fjármálaheimurinn endanlega að fara til fjandans og ekkert virðist ganga að rétta hann við. Nú hljóta að vera ansi margir á leiðinni í heimsókn til okkar hingað í Danaveldi enda fýsilegt að kíkja í verslunarferð með d.krónuna í 17,5...finnst ykkur ekki. Þekki reyndar nokkra H&M fíkla sem láta þetta ekkert á sig fá því H&M virðist alltaf borga sig sama hvernig krónan stendur. ha mæðgur...úps.
Yfir í léttara hjal, Þíódore kom í stutt stopp til okkar á laugardaginn. Það var mikið fjör og mikið gaman að fá þann gamla enda höfðum við ekki hitt hann í einn og hálfan mánuð. Við fengum sendingu frá mömmu með íslensku nammi og sósupökkum. Saknaði reyndar Egils appelsín og íslensku vatni sem ég var búinn að panta, það kemur næst trúi ég. Við tókum því rólega á laugardaginn og sátum út í garði og sleiktum sólina með grænan í hönd. Við tókum okkur síðan pásu frá sólinni og horfðum á okkar menn leggja Manjú mjög svo sannfærandi. Loksins loksins spiluðu mínir menn sannfærandi bolta og uppskáru glæsilegan sigur. Eftir leik tók svo garðurinn við og fleiri grænir. Kíktum um kvöldið upp í Herlev á Avanti sem er fínn ítalskur staður. Eftir góða máltíð lá leiðin í garðinn þar sem setið var fram eftir kvöldi í úlpum með teppi og kertatýrur. Yndislegt ekta íslenskt útikvöld í Danmörku. Þíódore kom ansi sterkur inn í hjólamenninguna hér og má segja að maðurinn hafi verið hjólasjúkur og máttum við í yngri deildinni hafa okkur öll við að fylgja honum eftir. Sunnudagurinn fór í slökun og sólbað í garðinum ásamt nokkurra hjólatúra á eftir Þíódore.
Þegar allt kemur til alls þá er allt að fara fjandans til þó svo að ég finni lítið fyrir því hér á litlu skrifstofunni minni og það eina sem Morten danski nágranni minn hugsar um er að röðin sé komin að mér að slá garðinn. Spurning að hugsa um það sem skiptir máli. Sláttuvélin var komin fyrir utan hurðina hjá mér í morgun og um hádegi var hún komin við þvottasnúruna í bakgarðinum hjá mér eins og þið getið séð ásamt fleiri nýjum myndum í september albúminu. Í dag er ég á fullu að gera verkefni sem ég á að skila fljótlega og hef engan tíma til þess að slá. Eins og þeir sem þekkja mína persónu eitthvað þá ættuð þið að vita að þessi aðferð hjá honum Morten er ekki að hjálpa til. Birgitta vill að ég fari út að slá, en það er nú svo margt sem hún vill að það er ekki nokkur leið að sinna því öllu. Allavega ekki í einu!
Smá skemmtileg saga hér í lokin. Þegar við fórum að út að borða á laugardagskvöldið þá vorum við að spjalla við útigangsmann upp í Herlev. Þegar við vorum að fara spurði hann hvaðan við værum, eftir að hafa reynt að telja honum trú að við værum frá Svíþjóð viðurkenndum við uppruna okkar. Þá sagðist hann sjá það á Birgittu. Við spurðum manninn furðulostin hvernig hann gæti séð það á henni. Hann svaraði að hún væri með "horse tail" eins og íslenski hesturinn. Birgitta var einmitt með hárið í tagl. Toppiði þetta! Eili & Ralli spurning um nýtt viðurnefni á Brybbu.
See you there
Pjé
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pjé, farðu að slá !!!!!!!!!!!
Þíódore (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:57
hæjjjjjj....
Gaman að lesa bloggið þitt og skoða myndir... Þið virðist búin að koma ykkur ágætlega fyrir :-) vona þið séuð að fíla itta í tætlur. hehe..
búið þið Stebbi bara næstum hlið við hlið eða? æjj mér finnst ótrúlega gaman að þið séuð komin til Baunalands, þó svo að þið séuð soldið ekki beint nálægt en það væri nú samt kannski skemmtilegt að kíkja við hjá ykkur ef maður á leið hjá og svona. Vona annars bara að þið hafið það öll rosa gott... skilaðu kveðju
kær kveðja
Árný
Árný (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:58
Langaði að þakka ykkur fyrir gjöfina sem þið gáfuð kallinum í þrítugsgjöf
Hún á pottþétt eftir að koma kallinum vel
Hafið það gott elskurnar 
Dagbjört Pálsdóttir, 15.9.2008 kl. 22:11
Pjé, farðu að slá !!!!!!!!!!!!!!!!!
Þíódore (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:59
Pálmi, gerðu eins og pabbi þinn segir þér.
Kjartan (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.