17.9.2008 | 09:22
Pant ekki slá....
Dag
Nú er farið að verða ansi kalt hjá okkur hér. Gærdagurinn var kaldur og held ég að dagurinn í dag sé enn kaldari. Þó er það svo skrýtið að það er eins og það taki meiri tíma hér að ná dags hitanum. Þið þekkið það á Íslandi hvernig það getur verið skítkalt á morgnana, en síðan um tíu leytið er orðið hlýrra. Hér virðist eins og þetta komi upp úr hádegi. Í gær var ekki kominn þokkalegur lofthiti fyrr en milli eitt og tvö sem mér finnst ansi seint í rassinn gripið. Ég fór á fótboltaæfingu í gær og þá var bara bongo blíða. Þetta er rosalegt, er´uði spennt? Fór til Bjarna í gærkvöldi að horfa á mína menn sækja þrjú ja svona nokkuð verðskulduð stig til Miðjarðarhafsstranda (var að kaupa mér hnött). Tveir sjö grænir og skítkalt á leiðinni heim, málið dautt. Ég er núna að passa Pétur Áka þar sem Stebbi er í skólanum og Auður upp á spítala að skoða aðstæður. Hann er sofandi út í vagni núna og ég vona að hann sofi bara þangað til Auður kemur aftur. Mér finnst betra að tala og leika við börn þegar þau eru bara ready. Ég kann ekkert að vekja eða taka á móti börnum úr svefni, hvað þá að skeina, skipta eða baða. Ég vil bara getað spjallað við þau og kenna þeim að gera eitthvað sem þau mega ekki gera. Hugsa samt að ég verði nú að fara breyta því hugarfari fyrr en síðar, en ekki í dag.
Svaka plan framundan, Óskar skólabróðir okkar Stebba sem er fluttur til London ætlar að kíkja yfir um helgina. Fyrir ykkur á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu sem ekki kannist við okkur strákana saman verið þið bara heima við um helgina. Á laugardag er fyrirhugað matarboð hér hjá okkur og verður það ábyggilega fjör. Helga og Bjarni, Stefán og Auður, Berglind skólasystir Birgittu og auðvita Óskar hafa öll boðað komu sína.
Pabbi, iss get ekki slegið í dag er að passa, má ekki vekja Pétur!
Messa pass
Pjé
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Farðu að slá
Þeodor (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:11
Já koma svo út að slá....
Páll Jóhannesson, 18.9.2008 kl. 22:12
Er hægt að fá mynd af nýslegnu túni ?
ÞHEOD
Þeodor (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.