19.9.2008 | 09:27
Sá hlær best sem síðast slær...
Góðan dag þú
Föstudagur mættur í hús og taumlaus gleði framundan. Slætti á mið-Sjálandi lokið og allt að verða tilbúið fyrir standandi garden party komandi helgar. Jú það er rétt ég gaf eftir, ég sló grasið enda sat nágranni minn fyrir mér þegar ég koma af fótboltaæfingu í gær og fór yfir málið með mér. Það var reyndar komið ansi mikið myrkur þegar ég sló og var ansi strembið átta sig á hvað var búið að slá og hvað ekki, en jú jú þetta virðist þola dagsbirtuna bara ágætlega.
Ég sit hérna einn á litlu skrifstofunni minni með massa hroll í mér. Ástæðan er sú að ég var að fá mail frá umsjónarmanni hér í götunni þar sem varað er við gluggagægi. Hann er búinn að koma á nokkra glugga hér í götunni og er þetta frekar óhugnanlegt. Hann hreyfir við gluggunum og skilur eftir sig merki um að hann hafi verið þar þ.e. stimpil eða handaför. Okkur er bent sérstaklega á að ef hann kemur að reyna ekki að ná honum sjálf heldur hringja í lögguna og reyna að ná myndum af honum í gegnum gluggann. Ég var að tala við Bjarna og ræða þetta við hann við erum að spá í að fara og kaupa okkur base ball kylfur í dag. brrrr...
Nóg um það gott fólk og góða helgi
p.s. munið eftir gluggagægjunum
hilsen
Pjé the gardener
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohhhhh creepy, ekki viss um að ég myndi vilja sjá einhvern gæja á glugganum hjá mér
Þó svo þið ætlið ykkur að kaupa kylfur þá óska ég ykkur þess nú samt ekki að hann komi á gluggann ykkar, vona samt að hann náist
Skemmtið ykkur svo vel um helgina
Bestu kveðjur að norðan
Dagbjört Pálsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:49
beint í hausinn , takk
barði (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:27
hvernig væri að fá mynd af nýsleginni flötinni? held að þú skuldir mér og tíodore það.
Kjartan (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.