25.9.2008 | 07:33
Fjórtán tvö....
Hæ þú!
Vil byrja á því að afsaka bloggleysi, en próflestur hefur étið allar mínar stundir undanfarið. Er að fara í lokapróf í yfirstandandi áfanga á morgun. Síðasta helgi var frábær, mikill gestagangur og mikið stuð hér hjá okkur. Berglind og Óskar voru hér um helgina og svo var auðvita svaka matarboð á laugardaginn. Sumir voru nú hálf glærir og slappir á laugardaginn og voru menn ekkert að komast í gang fyrr en undir miðnætti því tekið var allsvakalega á því þegar Óskar kom á föstudagskvöldinu. Góð helgi var svo innsigluð þegar við Stebbi fórum með Óskari niður í Ný höfn á sunnudag í slökun og kaldann á leiðinni út á flugvöll. Komandi helgi verður væntanlega ekki síðri því mamma er að koma í kvöld og síðan kemur Þíódore á morgun. Mamma er þessa stundina að glíma þessa við að pakka í töskuna sína því óskalistinn hjá litlu fjölskyldunni hér var ansi langur. Spenntastur er ég þó fyrir að fá kassagítarinn minn sem var efstur á blaði, en sá sem ég tók með í sumar lenti í smá hnjaski og er ónýtur. Það er margt meira spennandi á listanum sem heimilisfólk bíður eftir og er ég að spá í að birta listann hér til hliðar einhversstaðar ef ég kann það svo fólk geti gripið með sér eitthvað af honum þegar það kemur hingað. Gengið heldur áfram að gera góða hluti og hefur það aldrei verið hærra. Ég og Bjarni erum að bíða eftir því að dkrónan nái 20 og haldist þar, jú þá er svo auðvelt að reikna...ha! Ekkert hefur frést af gluggagægi og er ég viss um að við höfum náð að fæla hann burt um síðustu helgi. Hann rétt ræður ef hann kemur hingað!
p.s. Kjarri: Ég var með sláttuvélina svo hátt stillta að það slóst ekkert rosalega vel. Þetta er orðið frekar loðið aftur. Þíódore byrjar ábyggilega að tala um þetta þegar hann kemur á morgun. Verst að röðin er ekki komin að mér!
M.V.H
Pjé Excel
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Spenntastur er ég þó fyrir að fá kassagítarinn minn"
Finnst þú ættir nú að segjast vera spenntari að hitta móður þína en kassagítarinn.. alla vega svona opinberlega :)
Siffa (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:45
,,Kjarri: Ég var með sláttuvélina svo hátt stillta að það slóst ekkert rosalega vel. Þetta er orðið frekar loðið aftur" þá er bara lækka hljóðið í kvikindinu og málið er leyst
Já og svo taka til og passa að allt sé í orden þegar sú fullorðna kemur
Páll Jóhannesson, 25.9.2008 kl. 17:08
Góða skemmtun um helgina, skilaðu kveðju til allra
Dagbjört Pálsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:11
hæ hæ þetta er Eygerður en má ég fara með til damörk á næsta ári bæ bæ krisi töf og bæ bæ
pálmi töf og bæ bæ birgita
eygerður systir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.