3.10.2008 | 08:52
Fótbolti, fönn og fleira....
Sæl öll
Alltaf föstudagur alltaf fjör. Vá hvað tíminn flýgur frá manni þetta er ógnvænlegur hraði. Allt gott að frétta hér hjá okkur og veðrið fínt ennþá utan kulda kvölds og morgna. Egill kom til okkar seinnipartinn í gær og kíktum við upp á fótboltavöll. Það var síðasti leikurinn á þessu tímabili og mikið fjör. Við reyndar töpuðum, en það leit ekki út fyrir það framan af. En mótherjarnir kláruðu leikinn sannfærandi enda efsta liðið í deildinni. Á morgun er svo allra síðasta útiæfingin og verður það Bjórbolti. Skilst að það sé mikið fjör stefnan er sett á að spila Liverpool á móti Man U. en ég efast um að Man U. nái í lið enda flestir hér með á nótunum. Annars er það yngri á móti eldri og held ég þrátt fyrir háan aldur að ég sé með þeim yngstu, fyrir utan Stebba auðvita hann náttúrulega bara barn. Nóg um það! Efnahagsmál ne held ekki, maður er frekar tjillaður með krónuna í 21,5 spurning um að fara að sjoppa um helgina. Skilst að það sé aðalmálið í dag að leggja undir hvað krónan fellur mikið á daginn. Pókerinn að deyja út. Blöff!
Langar að enda þetta á því að óska Reykvíkingum til hamingju með frostið og snjóinn. Klukkan er 10:43 hjá mér og það er 12° hiti og létt yfir.
p.s. Morten sló í gær, það var mikið, ég hélt að hann ætlaði aldrei að gera þetta. Leiðinlegt þegar fólk er að draga þetta svona.
p.s.2 Mamma takk fyrir að koma með gítarinn, ég er hamingjusamurmjög.
mvh
Pjé
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Birgitta jafn hamingjusöm með komu gítarsins og þú?
Gleðileg jól :)
Siffa (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:48
Birgitta veit ekki af gítarnum.
Pjé (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:35
Góða helgi
Dagbjört Pálsdóttir, 3.10.2008 kl. 13:55
Innlit og kvitt
Páll Jóhannesson, 4.10.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.