7.10.2008 | 13:30
hrímkaldur raunveruleikinn....
Hej
Veit ekki alveg hvað maður á að segja á svona dögum, kannski er bara best að segja sem minnst. Getur maður nokkuð annað gert en að halda sínu striki, horfa fram á við og vona. Það er að minnsta kosti það sem ég ætla að gera. Það er vitað að þetta verður erfitt það veit bara enginn hversu erfitt! Ég er búinn að vera á fullu í verkefnavinnu í skólanum og skilaði þeim af mér í nótt. Mjög gott að vera búinn að því. Helgin var frábær bjórbolti á laugardaginn sem var mjög skemmtilegur og endaði svo í allsherjar gleðskap hér í götunni. Egill er tvímælalaust maður helgarinnar og fór á kostum hér á laugardaginn. Að tillitsemi við aðstandendur Egils verður ekki farið nánar út í þetta, en myndbandið af honum er til sölu hæstbjóðanda(danskar krónur, takk). Egill og Rakel gistu hjá okkur á laugardagskvöldið og voru hjá okkur fram á sunnudagskvöld. Við horfðum á Liverpool vinna erfiðan baráttu sigur á City sem var yndislegt....ha Palli!!! Siffa sys kemur á fimmtudaginn til þess að sækja peningana frá Nordea bank fyrir Geira Cash. Hún verður fram á sunnudag og verður það ábyggilega mikið fjör. Halloween Tívolíið opnar á laugardaginn og mætum við auðvita þangað. Öddi er einnig væntanlegur á svæðið á föstudag og munum við gera allt sem við getum til þess að hitta kappann í gír. Vonum svo að gengið verði þokkalegt við okkur áfram og peningarnir okkar fari að skila sér í gegnum kerfið. Við erum búin að vera auralaus of lengi. Alltaf stoppað og allt staur helvítis hægagangur í þessu gjaldeyriskerfi.
hilsen,
Pjé
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pálmi minn! þessu stórviðri sem gengur yfir hina íslensku þjóð þá er best að hafa máltækið góða að leiðarljósi ,,fæst orð bera minnstu ábyrgð". Nú þar sem við berum enga fjandans ábyrgð á þessu ástandi þá megum við segja allan ands..... og því segi ég ,,þetta var einn alls herjar dómaraskandall þessi leikur".
Páll Jóhannesson, 7.10.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.