17.10.2008 | 16:45
Jah ég skal segja ykkur það...
Sæl öll
Langt síðan síðast.... ég sit hérna á litlu skrifstofunni og er að reyna að gera eitthvað að viti, en gengur ekkert. Enn og aftur er skrýtið að vera hérna með enga gesti og enn skrýtnara að hafa ekkert planað. Það er einhvernvegin þannig að allar helgar hafa verið þaul skipulagðar og mikið stuð. Siffa sys var einmitt hérna um síðustu helgi og var það alveg meiriháttar. Fórum í siglingu á föstudeginum, en unga kynslóðin hafði beðið lengi eftir henni. Eftir c.a. 15/60 mín siglingu kom spurningin ,,er þetta ekki að verða búið". Þetta var samt fín sigling og fullt af hlutum sem gaman var að sjá. Sem dæmi má nefna glæsiíbúðirnar sem við sigldum framhjá, svei mér þá ef það voru ekki bara eitthvað ,,son" á bjöllunum...veit ekki... Á laugardaginn var svo eitthvað búðarvesen og síðan var endað í Tivolí og var það hrikalega flott að kvöldlagi. Helling af graskerum og ljósum hrikaleg stemmning og bíðum við spennt eftir að jólatívolíið opni. Brjálað að gera í skólanum núna allt að verða kreisí. Kólumbus litli og Bribba eru búin að vera í vetrarfríi alla vikuna og hafa verið mér til nokkurs ama. Það lagast allt eftir helgi þegar þau fara að mæta í skólana á ný. Von er á fullt af gestum á næstunni og held ég að ég þurfi að opna excel skjalið mitt ef ég á að fræða ykkur eitthvað um það, það kemur síðar.
Ég gerði þau mistök enn einn daginn í morgun að fara að glugga í íslensku blöðin. Það boðar ekkert nema þunglyndi. Ég tók svo góða gítarslökun í morgun og æfði partý lög helgarinnar. Þema helgarinnar er ,,Ísland í dag" nokkur dæmi af efnisskránni eru: Maístjarnan, Ísland er land þitt, Ræningjavísur, Austurstræti, Konan sem kyndir ofninn minn, Furðuverk, Bankastjórablús og fleiri lög í svipuðum dúr. Flest lögin spiluð í hægu tempói og með tregafullum söng. Nóg um það! Byrja aftur í boltanum á mánudaginn grííííðarlega spenntur.
p.s. Er búinn að setja inn slatta af myndum í október albúmið, kreppuklipping er málið!
MVH
Pjé
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða, hvaða.... er einhver kreppa í Danaveldi? hér er sko allt í lukkunnar vel standi
passaðu þig svo á boltanum ,,á eftir bolta kemur barn"
Páll Jóhannesson, 17.10.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.