13.8.2008 | 20:46
Fyrsta vikan okkar í Danmörku liðin...
Sæl verið þið!
Nú höfum við komið okkur þokkalega fyrir í litla krúttlega raðhúsinu okkar hér í baunalandi. Fyrsta vikan og þá sér í lagi fyrstu dagarnir hafa verið gríðarlega viðburðarríkir. Við komum rétt fyrir miðnætti þann 5. ágúst í íbúðina tóma kalda og ljóslausa. Myrkrið var mikið og þegar við höfðum hvílt lúin bein hófst langur dagur. Farið var í fimm klukkustunda IKEA-ferð....úff. Næstu dagar fóru í að taka á móti húsgögnum frá IKEA og búslóðinni úr skipi. Þetta var allt hið mesta puð og sturta tvisvar á dag enda veðrið á við suðræna paradísareyju. Á mánudaginn byrjaði Kristófer í nýja skólanum og var mikil spenna í kringum það. Fyrstu tvo dagana hjólaði hann með mömmu sinni í skólan, en í dag fór hann sjálfur með skólarútunni og kom sjálfur með henni heim. Kristófer er búinn að kynnast tveimur íslenskum strákum sem búa hér í götunni sem er hið besta mál. Einnig eru tvær íslenskar stelpur með honum í bekk sem hjálpa honum að komast inn í námið fyrst um sinn. Stéfan, Auður og Pétur Áki komu á mánudaginn. Þau eru búin að gista hjá okkur í tvær nætur, en ætla nú í nótt að vígja íbúðina sína sem er hér tíu skrefum fyrir framan okkur.
Þetta er búið að vera mikið fjör og mikil upplifun hingað til og þá sér í lagi fyrir þann stutta. Pálmi er búinn að vera á fullu að læra og skila verkefnum milli þess sem hann hengir upp gardínur og setur saman IKEA-dót. Þetta hefur gefið Birgittu aukið svigrúm til þess að kíkja í H&M fyrir móður sína og upplýsa hana um nýjustu vörurnar. Pálmi klárar síðasta prófið á föstudaginn og þá verður haldið áfram að græja og gera.
Það eru komnar einhverja myndir af húsinu okkar, en það vantar eitthvað inn í þetta. Þegar fram líða stundir og húsið kemst í betra stand koma nýrri myndir.
Hilsen,
Pálmi, Birgitta og Kristófer danski
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krúsindúllurnar mínar rosalega er flott hjá ykkur
hlakka til að koma til ykkar
eg veit að þið saknið mín jafn mikið og ég sakna ykkar
elska ykkur rosalega mikið
ástarkveðjur mamma
steinunn (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:04
hlakka til að hitta ykkur
ég vona að Krissa líði vel í nýja skólanum sínum
ég elska ykkur öll
ég vona að það verði bara skemmtilegt og gaman út í Danmörku
sakna ykkar kveðja Eygerður
Eygerður Sunna (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:16
sæl og blessuð er ekk bara gaman uti danmark krissa liður örugglega vel i
skolanum og svona!!!!!!!!!!!!!!kv.örn geir
örn geir arnarson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:34
Mikið er nú gaman að sjá hvað allt er kósý og nice hjá ykkur í Danaveldi. Hafið það æðislega gott og haldi áfram að vera dugleg að blogga :)
kv.
Heiða
Heiða Ólafs (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:15
Hæ hæ fallega fjölskylda
Gangi ykkur öllum rosa vel í skólanum & að byrja nýtt líf í danaveldinu, þið eigið eftir að standa ykkur glæsilega
Falleg íbúðin ykkar & allt orðið svo notalegt
Leiðinlegt að hafa ekki geta náð á ykkur til að geta kvatt ykkur en maður veit aldrei nema maður skelli sér einhvern tímann upp í flugvél & komi bara í heimsókn
Oft ódýrara að fara til Danmerkur en suður .......
Hlakka til að lesa bloggin þín frændi & knúsaðu familíuna fyrir mig 
Ástarkveðjur að norðan
Dagga & fjölskylda
Dagbjört Pálsdóttir, 14.8.2008 kl. 17:57
Velkomin í bloggheima - kveðja úr Drekagilinu
Páll Jóhannesson, 14.8.2008 kl. 23:25
hahahah Birgitta ég hló af mér rassgatið þegar ég sá ... "nýja hjólið hennar Birgittu" - "gamla hjólið hennar birgittu, nýja hjólið hans Pálma" - Þú kannt þetta :)
Vonandi er allt að komast í rútínu og þið að finna ykkur í flotta húsinu.
Mbk
Sigga P.
Sigga P. (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.