Skólagrill, golf, heimsóknir og

Sæl og bless

Nú erum nánast alveg búin að koma okkur fyrir og ábyggilega aðeins innan við tíu IKEA ferðir eftir. Dagarnir hér hafa verið ljúfir og veðrið fínt. Í gær fórum við í grillveislu með öllum bekknum hans Kristófers og foreldrum þeirra. Þar var mikið fjör þriggja tíma veisla og var fólk ekkert að hika við að fá sér öl og léttvín með matnum, þetta er Daninn. Ég er nú viss um að það færi allt á annan endann ef þetta yrði gert á Íslandinu góða. Pálmi fór í fyrsta skiptið í golf í Danmörku í gær og var það mikið fjör, árangurinn er ekki til umræðu. Í gær kíkti Egill í heimsókn á Dagmar sinni hún er nú orðin frekar ryðguð eitthvað spurning um að fara að yngja upp, ha Egill! Á morgun koma Ómar og Finnbogi í heimsókn og verða fram á sunnudag. Það verður svaka fjör og er mannskapurinn orðinn nokkuð spenntur. Í gær kom Kristófer heim og gladdi mömmu sína með stórri rottu í höndunum. Birgitta var nú allt annað en sátt og fleygði nokkrum vel völdum orðum að rottunni og eitthvað að Kristófer. Þegar allt kom til alls var þetta gæludýr hjá bekkjarsystur hans Kristófer og voru þau bara að leika við hana. Þessar mömmur....

Við erum búin bæta við og uppfæra einhverjar myndir í Kagså albúminu, endilega kíkið á það.

Hils på en pils!

Við

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Ég verð nú bara að spyrja hvar þið fenguð þessa flottu grænu dvd hillur sem hanga hjá Kristófer, þetta er sko eitthvað sem mig vantar ...  Grínlaust..... er þetta kannski hlutur sem keyptur var í IKEA, ég bara verð að eignast svona handa stelpunum mínum  

Skemmtið ykkur konunglega með gestunum & hafið það gott um helgina

Dagbjört Pálsdóttir, 19.8.2008 kl. 12:22

2 identicon

Það passar Dagga mín hillurnar eru úr IKEA eins flesta annað hér. Þú ættir bara að sjá í nærfataskúffurnar okkar!

Kv. P

Pálmi (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

jebb bíð spennt eftir að sjá þær næst  Haldið áfram að vera svona dugleg á myndavélina, hefði nú viljað sjá svipinn á Birgittu þegar hún sá rottuna, það hefði verið snilld

Dagbjört Pálsdóttir, 19.8.2008 kl. 16:24

4 identicon

flottar myndir, væru enn betri ef þær væru allar í fókus

Kjartan (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:50

5 identicon

Hún Dagmar er kkert ryðguð hún er bara svona brúnbronslituð

Egill (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pálmi Ólafur Theódórsson

Höfundur

Pálmi Ólafur Theódórsson
Pálmi Ólafur Theódórsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Titanic hvað..
  • Bátsmaður...
  • hugsa sér þeir sett heilt þjóðfélag á hausinn...
  • Mama Rosa
  • gaman í búðum...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 556

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband