25.8.2008 | 18:14
Filíbomm...
Sæl þið!
Viljum við byrja á því að afsaka bloggleysuna undanfarið, en mikið hefur verið í gangi hjá okkur síðustu daga og því bloggfærslur mætt afgangi. Ómar og Finnbogi eru búnir að vera hjá okkur síðan á miðvikudags morgun, en þeir fóru heim í gær. Það var mikið fjör og mikið líf að hafa þá hér hjá okkur. Miðvikudagurinn, fimmtudagurinn og föstudagurinn fóru að mestu leyti í að græja og gera ýmsa hluti enda ekki á hverjum degi sem maður nýtur krafta annarra eins handy-krafta og hjá Ómari. Pálmi og Ómar stálust reyndar út á golfvöll í birtingu á föstudag, en annars var bara púlað, IKEA ferðir og annar viðbjóður. Á laugardaginn fórum við í heimsókn til Eila og Ralla og kíktum svo niður í miðbæ. Við völdum auðvita besta daginn í það því þetta var eini heili rigningardagurinn síðan við komum út. Þannig að það var lítið rölt um og aðeins litið inn í örfáar verslanir....ææ. Eftir að hafa horft á Liverpool leggja Middlesboro mjög ósannfærandi af velli fórum við í mat hjá Eila og Ralla. Góður dagur í miðbænum þrátt fyrir leiðinda íslenskt veður. Á sunnudaginn var dagurinn tekinn snemma og horft á Íslendinga vinna silfrið eftir leika var svo slökun þar til Ómar og Finnbogi héldu af stað heim á leið. Í dag var svo gerð tilraun til þess að koma hlutunum í rútínu, en já nóg um það. Pálmi náði þó allavega að klára fyrsta verkefninu í nýja áfanganum. Kristófer byrjaði aftur í skólanum, en hann fékk frí á föstudaginn til þess að geta eytt meiri tíma með afa sínum og Finnboga. Birgitta fer í kynningu í skólanum á morgun og byrjar svo námið hjá henni á fullu í næstu viku.
Við settum nokkrar nýjar myndir í möppu sem heitir "Allskonar" en þið verðið að afsaka hvað þær eru fáar og óskýrar myndirnar hjá okkur því myndavélin er eitthvað að stríða okkur.
Bæ í bili, lofum daglegum færslum héðan í frá.
Nefndin
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.