28.8.2008 | 10:38
Fjör á framabraut...
Jæja, þá er kominn fimmtudagur og bjórlausavikan loksins búin. Ég hélt að þetta ætlaði engan endi að taka. Gærdagurinn var fínn, ég notaði fyrripartinn í lærdóm á meðan Kristófer var í skólanum og Birgitta að sinna erindum niður í kommúnu. Um kvöldmatarleytið fór Birgitta á foreldrafund upp í skóla hjá Kristófer þar sem starf vetrarins var kynnt og farið yfir hina ýmsu hluti. Eins og fyrri daginn voru léttar veitingar í boði þ.e. öl og tilheyrandi en það virðist vera fastur liður í öllu sem tengist skólamálum hér. Við fengum skóladagatal fyrir Kristófer og lýtur það bara vel út. Í byrjun september er bekkurinn hans að fara í þriggja daga ferðalag og verður það ábyggilega mjög spennandi fyrir hann. Kristófer er byrjaður í íslensku kennslu hjá íslenskum kennara við skólann. Svo er hann einnig byrjaður í auka dönsku kennslu sem hann fær þrisvar sinnum í viku sem er gargandi snilld. Hann verður orðinn altalandi áður en við vitum af og ekki veitir af því við Birgitta kunnum ekki mikið.
Í gærkvöldi horfði ég á móttöku íslenska landsliðsins og var það allgjör snilld. Frábært að sjá hversu margir mættu að heiðra strákana og eiga Íslendingar hrós skilið fyrir það. Síðar fór ég til Bjarna að horfa á Liverpool vinna annan mjög svo ósannfærandi sigurinn í röð. Þetta lítur ekki vel út hjá mínum mönnum og vil ég fara að sjá breytingu á þessu. Eftir leik var svo bjórlausuvikunni endanlega slúttað og haldið upp á sigurinn. Ég kom alltof seint heim!
over and out
Pjé
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Héddna.. hvað eru vikan aftur löng?
Siffa (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:21
Þú verður náttúrulega að átta þig á því Siffa mín að við erum ekki á sama tímasvæði. Ég veit að þetta getur verið ruglingslegt, en þú verður að reyna að sýna þessu skilning.
Pjé
Pálmi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:55
Ég verð greinilega að fara að lesa dönsk tímarit.
Siffa (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:25
Hvaða tímatal er í Danmörku?
Páll Jóhannesson, 28.8.2008 kl. 23:15
Hvað ætli séu þá margar vikur í árinu hjá ykkur þarna í danaveldi
Dagbjört Pálsdóttir, 29.8.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.