30.8.2008 | 12:55
Á Spán´er gott að.....
Góðan dag
Í dag er kominn laugardagur og þvílíkt Spánarveður í gangi hér á bæ. Ég tók daginn snemma og fór á fótboltaæfingu í blíðunni á meðan Birgitta og Kristófer slökuðu á. Maður verður nú bara hálf latur í þessari blíðu og hef ég nú haldið mig í skugganum eins og flestir sem þekkja mig ættu að vita. Seinnipartinn í gær fórum við í Storcenter sem hér rétt hjá okkur, þetta er næst stærsta moll í Danmörku....váts mar. Eftir smá skoðunarferð um mollið skelltum við okkur á Pizza Hut og tókum á því. Þegar við komum heim kom Egill til okkar eftir handbolta æfingu og fékk að fara í sturtu veit ekki alveg hvað málið er, en hann hlýtur að vera að spara vatnið hjá sér því ekki er það ódýrt hér. Í dag eru svo stanslaus veisluhöld núna á eftir erum við að fara í kaffi til Stefán og Auðar, mér skilst að það hafi verið bakað þar á bæ í dag. Í kvöld er svo svaka grillveisla hjá Helgu og Bjarna og efast ég ekki um að það verði neitt slor.
Ég henti inn nokkrum myndum héðan úr sólinn í dag. Þær eru í möppu sem heitir Ágúst 2008.
hilsen,
Páli
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.