8.9.2008 | 16:26
Allt í gangi ekkert blogg....
Góðan daginn!
Jæja þá er komin góð vika síðan ég bloggaði síðast og biðst ég afsökunar á því. Það er bara búið að vera nóg að snúast síðustu viku ásamt því hef ég verið að berjast við smá slappleika.
Á föstudaginn fór Kristófer í pössun til Eila og Ralla á meðan við Birgitta kíktum á smá rall niður í bæ. Við kíktum á nokkra vel valda skemmtistaði niður á Striki og var það mjög fínt. Við fórum með Helgu og Bjarna og Evu vinkonu Helgu sem var í heimsókn hjá þeim. Eftir rallið fórum við til Eila og Ralla og sváfum þar. Á laugardaginn fórum við svo í lestinni heim og kíktum í nokkrar búðir. Vei! Í gær fórum við svo í Storcenter og kíktum í fleiri búðir því við vorum að leita að vindbuxum fyrir Kristófer til að taka með í ferðalagið....úff! Kristófer var mættur upp í Lyngby-station eldsnemma í morgun til þess að fara í ferðalagið með skólanum. Hann kemur ekki heim fyrr en á miðvikudag þannig að við erum bara tvö í kotinu þessa dagana.
Fyrir þá sem hafa áhuga á því að sjá hvar Kristófer er þá getið þið fylgt eftirfarandi leiðbeiningum. Einnig getið þið slegið inn heimilisfangið okkar og skoðað hversu langt er á milli punktana. Þá er líka hægt að sjá hvar við erum fyrir þá sem það ekki vita.
Slóðin á síðuna er: http://www.findvej.dk/
Efst í hægra horninu sláið þið inn eftirfarandi upplýsingar:
Ferðalagið:
Adresse: Korshage Fjordvej 28
Postnr. / By: 4581
Heimilisfangið okkar:
Adresse: Kagså Kollegie 256
Postnr. / By: 2730
Efst í hægra horninu er hægt að velja hvort þetta er skoðað á korti eða í gegnum gervihnött.
Vinstra megin á kortinu er hægt að súmma inn og út sem er svaka fjör. Have fun!
Fer svo að setja einhverjar myndir inn í september albúm ef stuð leyfir.
Pámmi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pálmi Ólafur Theódórsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 727
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.