Á Spán´er gott að.....

Góðan dag

 Í dag er kominn laugardagur og þvílíkt Spánarveður í gangi hér á bæ. Ég tók daginn snemma og fór á fótboltaæfingu í blíðunni á meðan Birgitta og Kristófer slökuðu á. Maður verður nú bara hálf latur í þessari blíðu og hef ég nú haldið mig í skugganum eins og flestir sem þekkja mig ættu að vita. Seinnipartinn í gær fórum við í Storcenter sem hér rétt hjá okkur, þetta er næst stærsta moll í Danmörku....váts mar. Eftir smá skoðunarferð um mollið skelltum við okkur á Pizza Hut og tókum á því. Þegar við komum heim kom Egill til okkar eftir handbolta æfingu og fékk að fara í sturtu veit ekki alveg hvað málið er, en hann hlýtur að vera að spara vatnið hjá sér því ekki er það ódýrt hér. Í dag eru svo stanslaus veisluhöld núna á eftir erum við að fara í kaffi til Stefán og Auðar, mér skilst að það hafi verið bakað þar á bæ í dag. Í kvöld er svo svaka grillveisla hjá Helgu og Bjarna og efast ég ekki um að það verði neitt slor.

Ég henti inn nokkrum myndum héðan úr sólinn í dag. Þær eru í möppu sem heitir Ágúst 2008. 

hilsen,

Páli


Fjör á framabraut...

Jæja, þá er kominn fimmtudagur og bjórlausavikan loksins búin. Ég hélt að þetta ætlaði engan endi að taka. Gærdagurinn var fínn, ég notaði fyrripartinn í lærdóm á meðan Kristófer var í skólanum og Birgitta að sinna erindum niður í kommúnu. Um kvöldmatarleytið fór Birgitta á foreldrafund upp í skóla hjá Kristófer þar sem starf vetrarins var kynnt og farið yfir hina ýmsu hluti. Eins og fyrri daginn voru léttar veitingar í boði þ.e. öl og tilheyrandi en það virðist vera fastur liður í öllu sem tengist skólamálum hér. Við fengum skóladagatal fyrir Kristófer og lýtur það bara vel út. Í byrjun september er bekkurinn hans að fara í þriggja daga ferðalag og verður það ábyggilega mjög spennandi fyrir hann. Kristófer er byrjaður í íslensku kennslu hjá íslenskum kennara við skólann. Svo er hann einnig byrjaður í auka dönsku kennslu sem hann fær þrisvar sinnum í viku sem er gargandi snilld. Hann verður orðinn altalandi áður en við vitum af og ekki veitir af því við Birgitta kunnum ekki mikið.

Í gærkvöldi horfði ég á móttöku íslenska landsliðsins og var það allgjör snilld. Frábært að sjá hversu margir mættu að heiðra strákana og eiga Íslendingar hrós skilið fyrir það. Síðar fór ég til Bjarna að horfa á Liverpool vinna annan mjög svo ósannfærandi sigurinn í röð.  Þetta lítur ekki vel út hjá mínum mönnum og vil ég fara að sjá breytingu á þessu. Eftir leik var svo bjórlausuvikunni endanlega slúttað og haldið upp á sigurinn. Ég kom alltof seint heim!

over and out

Pjé


Slæmur félagsskapur....

Góðan dag

Síðastliðinn sunnudag ákvað ég að hafa bjórlausa viku hjá mér hér í Danaveldi. Fyrir þá sem ekki skilja það snýst það um að....nei kommon. Í dag er miðvikudagur og er vikan enn bjórlaus, en þó með naumindum. Ég fór í gær á fótboltaæfingu hjá Ísborg sem er Íslendingafélag hér á svæðinu. Það var mikið fjör og mikil átök fyrir mann eins og mig. Ég er allur hálf skakkur og haltur í dag eins og við mátti búast. Þegar við höfðum spilað í c.a. klukkustund var tekin langþráð pása og sóttist ég glaður eftir vatnsflöskunni minni. Á meðan ég teigaði vatnið lögðust aðrir í grasið og fengu sér einn grænan og reykju. Eftir það var tekin smá sprettur í viðbót og æfingunni svo slúttað, þá var annar grænn. Þar sem ég var að mæta í fyrsta skiptið var ég nú ekki alveg með á nótunum í þessari nestisvenju og hangir því bjórlausa vikan inni með naumindum. Æfingarnar eru þrisvar sinnum í viku og tel ég því afar ólíklegt að bjórlaus vika sé í uppsiglingu ef maður stundar æfingarnar..... úff þessar íþróttir. Þess skal getið að aðrir lögdrekkandi heimilismenn hafa löngu  brotið reglur bjórlausuvikunnar....ha!  

Annars er bara málið núna að læra og læra. Birgitta fór í gær í kynningarvikuna í skólanum og tók þátt í allskonar leikjum og dóti. Síðan byrjar námið hjá henni af krafti á mánudag. Kristófer er á fullu í skólanum og er svo úti að leika sér alla daga langt fram á kvöld. Hann rétt sést hér á matar og háttatímum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á kontakta okkur hér geta sent mail á palmiolafur@gmail.com og fengið upplýsingar um okkur hér. Við erum með voða sniðugan síma þar sem símatalið kostar jafn mikið og innanlands símtal á Íslandi. Vá!

Baráttukveðjur úr bjórlausuvikunni

Pálmi Ólafur

 


Filíbomm...

Sæl þið!

Viljum við byrja á því að afsaka bloggleysuna undanfarið, en mikið hefur verið í gangi hjá okkur síðustu daga og því bloggfærslur mætt afgangi. Ómar og Finnbogi eru búnir að vera hjá okkur síðan á miðvikudags morgun, en þeir fóru heim í gær. Það var mikið fjör og mikið líf að hafa þá hér hjá okkur. Miðvikudagurinn, fimmtudagurinn og föstudagurinn fóru að mestu leyti í að græja og gera ýmsa hluti enda ekki á hverjum degi sem maður nýtur krafta annarra eins handy-krafta og hjá Ómari. Pálmi og Ómar stálust reyndar út á golfvöll í birtingu á föstudag, en annars var bara púlað, IKEA ferðir og annar viðbjóður. Á laugardaginn fórum við í heimsókn til Eila og Ralla og kíktum svo niður í miðbæ. Við völdum auðvita besta daginn í það því þetta var eini heili rigningardagurinn síðan við komum út. Þannig að það var lítið rölt um og aðeins litið inn í örfáar verslanir....ææ. Eftir að hafa horft á Liverpool leggja Middlesboro mjög ósannfærandi af velli fórum við í mat hjá Eila og Ralla. Góður dagur í miðbænum þrátt fyrir leiðinda íslenskt veður. Á sunnudaginn var dagurinn tekinn snemma og horft á Íslendinga vinna silfrið eftir leika var svo slökun þar til Ómar og Finnbogi héldu af stað heim á leið. Í dag var svo gerð tilraun til þess að koma hlutunum í rútínu, en já nóg um það. Pálmi náði þó allavega að klára fyrsta verkefninu í nýja áfanganum. Kristófer byrjaði aftur í skólanum, en hann fékk frí á föstudaginn til þess að geta eytt meiri tíma með afa sínum og Finnboga. Birgitta fer í kynningu í skólanum á morgun og byrjar svo námið hjá henni á fullu í næstu viku.

Við settum nokkrar nýjar myndir í möppu sem heitir "Allskonar" en þið verðið að afsaka hvað þær eru fáar og óskýrar myndirnar hjá okkur því myndavélin er eitthvað að stríða okkur.

Bæ í bili, lofum daglegum færslum héðan í frá.

Nefndin


Skólagrill, golf, heimsóknir og

Sæl og bless

Nú erum nánast alveg búin að koma okkur fyrir og ábyggilega aðeins innan við tíu IKEA ferðir eftir. Dagarnir hér hafa verið ljúfir og veðrið fínt. Í gær fórum við í grillveislu með öllum bekknum hans Kristófers og foreldrum þeirra. Þar var mikið fjör þriggja tíma veisla og var fólk ekkert að hika við að fá sér öl og léttvín með matnum, þetta er Daninn. Ég er nú viss um að það færi allt á annan endann ef þetta yrði gert á Íslandinu góða. Pálmi fór í fyrsta skiptið í golf í Danmörku í gær og var það mikið fjör, árangurinn er ekki til umræðu. Í gær kíkti Egill í heimsókn á Dagmar sinni hún er nú orðin frekar ryðguð eitthvað spurning um að fara að yngja upp, ha Egill! Á morgun koma Ómar og Finnbogi í heimsókn og verða fram á sunnudag. Það verður svaka fjör og er mannskapurinn orðinn nokkuð spenntur. Í gær kom Kristófer heim og gladdi mömmu sína með stórri rottu í höndunum. Birgitta var nú allt annað en sátt og fleygði nokkrum vel völdum orðum að rottunni og eitthvað að Kristófer. Þegar allt kom til alls var þetta gæludýr hjá bekkjarsystur hans Kristófer og voru þau bara að leika við hana. Þessar mömmur....

Við erum búin bæta við og uppfæra einhverjar myndir í Kagså albúminu, endilega kíkið á það.

Hils på en pils!

Við

 


Fyrsta vikan okkar í Danmörku liðin...

Sæl verið þið!

Nú höfum við komið okkur þokkalega fyrir í litla krúttlega raðhúsinu okkar hér í baunalandi. Fyrsta vikan og þá sér í lagi fyrstu dagarnir hafa verið gríðarlega viðburðarríkir. Við komum rétt fyrir miðnætti þann 5. ágúst í íbúðina tóma kalda og ljóslausa. Myrkrið var mikið og þegar við höfðum hvílt lúin bein hófst langur dagur. Farið var í fimm klukkustunda IKEA-ferð....úff. Næstu dagar fóru í að taka á móti húsgögnum frá IKEA og búslóðinni úr skipi. Þetta var allt hið mesta puð og sturta tvisvar á dag enda veðrið á við suðræna paradísareyju. Á mánudaginn byrjaði Kristófer í nýja skólanum og var mikil spenna í kringum það. Fyrstu tvo dagana hjólaði hann með mömmu sinni í skólan, en í dag fór hann sjálfur með skólarútunni og kom sjálfur með henni heim. Kristófer er búinn að kynnast tveimur íslenskum strákum sem búa hér í götunni sem er hið besta mál. Einnig eru tvær íslenskar stelpur með honum í bekk sem hjálpa honum að komast inn í námið fyrst um sinn. Stéfan, Auður og Pétur Áki komu á mánudaginn. Þau eru búin að gista hjá okkur í tvær nætur, en ætla nú í nótt að vígja íbúðina sína sem er hér tíu skrefum fyrir framan okkur. 

Þetta er búið að vera mikið fjör og mikil upplifun hingað til og þá sér í lagi fyrir þann stutta. Pálmi er búinn að vera á fullu að læra og skila verkefnum milli þess sem hann hengir upp gardínur og setur saman IKEA-dót. Þetta hefur gefið Birgittu aukið svigrúm til þess að kíkja í H&M fyrir móður sína og upplýsa hana um nýjustu vörurnar. Pálmi klárar síðasta prófið á föstudaginn og þá verður haldið áfram að græja og gera.

Það eru komnar einhverja myndir af húsinu okkar, en það vantar eitthvað inn í þetta. Þegar fram líða stundir og húsið kemst í betra stand koma nýrri myndir. 

Hilsen, 

Pálmi, Birgitta og Kristófer danski 


« Fyrri síða

Um bloggið

Pálmi Ólafur Theódórsson

Höfundur

Pálmi Ólafur Theódórsson
Pálmi Ólafur Theódórsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Titanic hvað..
  • Bátsmaður...
  • hugsa sér þeir sett heilt þjóðfélag á hausinn...
  • Mama Rosa
  • gaman í búðum...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 471

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband